21.8.2008 | 22:20
Komin rigning - og tími
Jæja, nú er farið að rigna og því tilvalið að setjast niður, skanna nokkrar myndir úr albúminu hennar Helgu Völu og hlunka þessu á netið. Boðsbréfið er ekki enn farið út þar sem nefndin hefur ekki endanlega komið sér saman um orðalag og stafsetningu. Guðbjörg rífur reglulega niður allt sem búið er að gera en vonandi klárum við þetta svona c.a. 25. ágúst.
Vonandi skila fleiri myndir sér á næstunni, sérstaklega er óskað eftir myndum af Ólöfu Ástu, nú eða bara öllum hinum.
Nefndin þarf helst að heyra frá einhverjum sem ætla sér að halda partý fyrir skemmtunina á Ásvöllum, sérstaklega er óskað eftir partýhöldurum í nágrenni Ásvalla.
Með kærri kveðju og tillhlökkun - Jörgen
Athugasemdir
...þarna dastu útaf vinalistanum hjá mér Jörgen ;-)
kv. ásta
Ásta (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.