10.9.2008 | 23:10
Margir að skrá sig
Jæja, nú er aldeilis líf í skráningum, fréttist nokkuð reglulega af fleiri og fleiri sem ætla að mæta, meira að segja aurar farnir að skila sér inn á reikning. Var að setja inn myndir frá Stebba Eiríks og Ástu Styff, kann þeim mestu þakkir fyrir að finna þetta til og koma til okkar. Á enn eftir að taka smástund í að skanna inn heilt albúm sem mér skilst að sé frá Ella. Reyni að koma því í verk á næstu dögum.
Rósa ég er ánægður að sjá skrif þín í gestabókinni og svo það sé alveg á hreinu þá er bara ekki hægt að gleyma þér.
Síðan er bara að drífa í að finna partí úr öllum bekkjum. Helst nálægt Ásvöllum svo við getum eytt í bús en ekki rútu.
Athugasemdir
Hvernig skrái ég mig á reunion ?
Á ég að senda póst eða hringja í eitthvað nr. eða hvað ?


Hvert á ég þá að senda póstin og í hvaða nr. að hringja
ha?
ég hef ekkert fengið neinar uppl..


kv. Rós
Rósa Björk Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 12:29
Þessar myndir eru náttúrulega bara snilld!!
Þessi tíska er bara HRIKALEG. Jæja... það verður gaman að sjá ykkur öll.
Farin að hlakka til.
Kv. Alda :)
Alda Þórunn Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.